„Traust er eitt af gildum Mannvits og leggjum við mikla áherslu á að standa undir þeirri yfirlýsingu.„

Nýsköpun, sprota og þróunarstarfssemi

Þrátt fyrir að almenn fjárfesting á Íslandi sé lág í sögulegu samhengi  þá hefur rekstur félagsins gengið vel og ef horft er fram í tímann þá eru góðar líkur á enn betri afkomu.

Forsenda þess að félagið skili viðunandi árangri er öflug markaðssókn.  Á síðustu árum hefur Mannvit í auknum mæli sinnt nýsköpun, sprota- og þróunarstarfssemi af ýmsum toga og lítur á það sem sjálfsagðan lið í starfsemi sinni. Þetta á við um bæði innlendan og erlendan markað.

Traust til stjórnenda

 

Fullyrða má að innleiðing góðra stjórnarhátta er eitt af mörgum mikilvægum skrefum í átt að endurreisn íslensks viðskipta- og efnahagslífs þar sem góðir stjórnarhættir tryggja gagnsæi og traust varðandi rekstur fyrirtækja.

 

Traust er eitt af gildum Mannvits og leggjum við mikla áherslu á að standa undir þeirri yfirlýsingu.  Til þess að svo megi vera er algert grundvallaratriði að stjórnarhættir séu  gagnsæir og agaðir og stjórn hafi sett sér markmið.

 

Stjórnarhættir þurfa að snúast um annað en umgjörð og fundarsköp, starfshættir stjórna þurfa að vera með þeim hætti að þeir skapi aukin verðmæti fyrir fyrirtækin. Stjórnarhættir eru og munu um ókomna framtíð verða hluti af áhættu fyrirtækja.  Vantraust í garð fyrirtækja í gegn um tíðina er til vitnis um að margt hefði mátt vera betra og vinna þarf markvisst að því að breyta þessu

 

Það er bæði raunhæft og æskilegt að Ísland skari fram úr í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að góðum stjórnarháttum.  Þjóðir sem hafa skilvirkt kerfi stjórnarhátta laða að sér erlenda fjárfesta og eru aðlaðandi staðsetning fyrir erlend fyrirtæki og góðir stjórnarhættir auka samkeppnishæfi.

Ávinningur af þessari vinnu er nú að skila sér inn í verkefnaflóru fyrirtækisins og mun styrkja verulega verkefnagrunninn til lengri tíma. Þessi vinna ásamt öflugri markaðsstarfssemi innan- og utanlands hefur lagt grunn að sterkri verkefnastöðu til lengri tíma.

Jón Már Halldórsson

Stjórnarformaður

Stjórn Mannvits

 Frá vinstri: Jón Már Halldórsson, Anna Þórunn Björnsdóttir, Gunnar Herbertsson, Ólöf Kristjánsdóttir og Sigurður Sigurjónsson